Mánudaginn 25. apríl kl 17.00 mun Vilhjálmur Steinarsson íþróttafræðingur halda fyrirlestur í Gjánni íþróttamiðstöðinni um mikilvægi styrktarþjálfunar. Fyrirlesturinn er fyrir ungmenni fædd 2009 og eldri og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að mæta.
-Léttar veitingar í boði-
Vilhjálmur Steinarsson er 38 ára gamall íþróttafræðingur sem hefur sérhæft sig í styrktarþjálfun fyrir körfubolta. Hann hefur reynslu sem leikmaður í úrvalsdeild og hefur einnig verið þjálfari á öllum stigum í körfubolta.
Vilhjálmur hefur starfað sem þjálfari fyrir afreksíþróttafólk frá árinu 2009, bæði á Íslandi og í Noregi og starfar í dag sem styrktarþjálfari fyrir mfl.kk hjá Haukum. Hann hefur sinnt því starfi síðan 2016.
Fyrirlesturinn er í boði Barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.