Fyrir puplicum……

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Leikmenn Grindavíkur voru greinilega að hugsa um fólkið sem mætti

á leikinn í kvöld því eftir að hafa verið 15 stigum yfir eftir 3 leikhluta, þá settum við leikinn í háspennu og þurfti vítaskot frá Óla troð á lokasekúndunum til að tryggja sigurinn!!  Að öllu gamni slepptu þá gengur þetta ekki upp hjá okkar mönnum að missa svona niður einbeitinguna og hleypa liðum inn í leikina.  Mér er ennþá í fersku minni leikurinn á móti Keflavík fyrir jólafrí en þá vorum við að kjöldraga nágranna okkar en misstum svo hausinn og áður en maður vissi var Keflavík komið yfir!  Það sama gerðist í kvöld en sem betur fer sýndi Óli stáltaugar á línunni og setti 2 af 3 vítum niður.  Hinn kastaníubrúnhærði sem eflaust á eftir að skrifa líka um leikinn, sagði okkur hér um borð frá því að þetta hafi greinilega verið brot í lokin en því voru víst Fjölnismenn langt í frá sammála!!  Athyglisvert hvaða augum menn líta leikinn stundum 🙂  Ég get ekkert tjáð mig um þetta en Bensó gerir það vonandi en skv. honum var leikurinn vel dæmdur af Kidda Óskars og Davíð Hreiðars.

Skv. tölfræðinni þá heldur Mladen áfram að bæta sig og var hann sjóðandi heitur í kvöld og þá sérstaklega fyrir utan 3-stiga línuna en hann setti 7/9 3-stiga skotum sínum niður!  Auk stiganna 28 tók hann 6 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum.  Hann missti hann reyndar 4 sinnum frá sér en það er víst ekki alltaf á allt kosið er það??

Ryan “Tvenna” Pettinella var sömuleiðis flottur með sín 11 stig og 15 fráköst.

Nick var með 14 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar en fékk 5 villur og 1 tæknivillu m.a.  Nick er með 100% vinningshlutfall síðan hann kom og á alveg helling inni ennþá.

Óli Troð Óla kom næstur á eftir Mladen í framlagsstigunum, með 22 stig á meðan Mladen var með 28.  Óli er heldur betur búinn að vera öflugur að undanförnu og hefur gefið skrifum mínum um 3-stiga skot hans langt nef en í kvöld setti hann öll 4 3-stiga skot sín niður….

Paxi setti 10 framlagsstig en hefur skv. tölfræðinni verið heitari í skotunum.  Hann hitti úr 1/5 3-stiga skotum sínum og setti 7 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og var hæstur okkar manna í þeim flokknum.

Einn leikmaður í viðbót skilaði sér í 10 framlagsstig og hann hefur ekki oft verið í þeim flokknum, Helgi Björn Einarsson.  Ég hef einfaldlega tröllatrú á þessum strák en í kvöld setti hann 6 stig og tók 4 fráköst.

Úr fjarlægð virðist vera mjög flottur bragur á okkar mönnum og er það hið besta mál þar sem úrslitakeppnin nálgast.  Þar sem KR tapaði illa fyrir ÍR í gær þá er 2.sætið okkar og ljóst að hart verður barist í lokaumferðinni en þá mætum við Keflavík á útivelli á meðan KR mætir Snæfelli á heimavelli.  KR virðist heillum horfið án Fannars en við skulum bara einbeita okkur að okkar leik og vinna Keflvíkinga og tryggja okkur þar með 2.sætið.  Njarðvíkingar sitja sem fastast í 7.sætinu og fara hvorki ofar né neðar svo það er ljóst að sigurvegarinn í okkar leik á fimmtudag mun mæta Njarðvík í 1.umferð úrslitakeppninnar og má eiga von á blóðugri baráttu þar!!!

En fyrst skulum við klára deildarkeppnina með “style” og halda þessu góða gengi áfram.

Áfram Grindavík!