Frítt fyrir 70 börn á þriðja leik Grindavíkur gegn Njarðvík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur ætlar að bjóða 70 krökkum til að koma á leik Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna sem fram fer í Njarðtakshöllinni á sunnudag. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Hægt er að skrá sig á leikinn í Sportabler en 70 fyrstu sem skrá sig fá frímiða á leikinn. Einnig verður frí rútuferð fram og tilbaka á leikinn í boði deildarinnar!
Skráningin fer þannig fram að allir skrá sig á biðlista í ferðina. 70 fyrstu sem skrá sig fá frímiða og rútuferð. Frítt verður fyrir alla iðkendur körfuknattleiksdeildar fædd frá 2005 til 2015.
Skráning er hafin í Sportabler! https://www.sportabler.com/shop/umfg/mi%C3%B0ar
Mætum og styðjum stelpurnar okkar! Þær eiga það svo sannarlega skilið eftir frábæran árangur í vetur.
💛🏀💙