Frábærir styrktaraðilar!!!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Eins og fram kom í síðustu pistlum var skrifað undir nýja styrktarsamninga við helstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar, Stakkavík, Vísi og Þorbjörn.

 

Þessir samningar auðvelda mjög starf körfuknattleiksdeildarinnar og er vart hægt að lýsa í orðum hversu þakklátir forsvarsmenn körfuknattleiksdeildarinnar eru þessum fyrirtækjum!  Á myndinni má sjá þegar skrifað var undir en þarna eru þeir Eiríkur Tómasson frá Þorbirni, Magnús Andri Hjaltason frá kkd.umfg, Pétur Pálsson frá Vísi og Hermann Ólafsson frá Stakkavík.

Það hefði verið við hæfi að bjóða þessum herramönnum upp á almennilega körfuboltaveislu en því var ekki að skipta í gær og eigum við ekki bara að segja að veislan komi aðeins síðar??? 🙂

Áfram Grindavík!