Forsala og upphitun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Eins og allir bæjarbúar vita þá er bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn.  Forsala á leikinn fer fram í Olís til klukkan 18:00 á fimmtudag.  Miðaverð í forsölu er 1.500 kr. en ókeypis er fyrir 12 ára og yngri.

Boðið verður upp á rútuferð á laugardaginn frá íþróttahúsinu kl. 12:30, fyrstir koma, fyrstir fá.  Miðaverð í rútuna fram og til baka er 500 kr.

Farið verður í Þróttaraheimilið í Laugardal sem sem Grindvíkingar munu hita upp fyrir leikinn. Upphitun hefst kl. 12, leikurinn hefst svo kl. 16:00.