Forsala á 4. leikinn og rútuferð

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Linda í Palómu ætlar að sjá um forsölu á leikinn á miðvikudag og hefst hún kl. 10:00 á miðvikudagsmorgun. Lokað er í Palómu á milli 12-13:30 og forsalan heldur áfram fram að brottför rútu sem verður á sama tíma og síðast, kl. 17:30.
Sömuleiðis verður selt í rútuna og kostar miðinn í hana áfram 1000 kr.
Ekki verður tekið við kortum, bara reiðufé. 
Fullorðinsmiði á leik: 1500 kr.
Barnamiði á leik: 500 kr. (12-16 ára)
Rútusæti óháð aldri: 1000 kr.