Flottur sigur hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar sigruðu Fjölni 82-51 í Iceland Express deild kvenna í dag.

Eins og lokarölur gefa til kynna spiluðu stelpurnar flotta vörn, að fá á sig 51 stig í efstu deild er hrikalega flott.

 

Stelpurnar byrjuðu strax ákveðnar en Fjölnisstúlkur komu til baka, eftir það börðust stelpurnar eins og ljón.

Grindavíkurstelpur leiddu með 12-16 stigum í öðrum og þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta hreinlega slátruðu þær Fjölnisstelpum og eins og fyrr segir unnu þær með 30 stigum.

 

Staðan eftir leikhlutum

22-10

40-25

58-45

81-51

 

Atkvæðamestar voru Banks 31 stig, 11 fráköst, Berglind Anna 17 stig, 7 fráköst, Helga 10 stig, 6 fráköst, Harpa 6 stig, 8 fráköst,Heiða 8 stig og Reke 6 stig 10 stoðsendingar.

 

Best að mínu mati í kvöld var Berglind Anna en hún spiliaði frábærlega bæði í vörn og sókn.

 

Áfram Grindavík