Grindavík er komið í undanúrslit í Lengjubikarnum eftir sigur á Fjölni í gærkveldi.
Leikurinn var nokkuð jafn allan leikin nema hvað Grindavík var með 10 stiga forskot í hálfleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn í þriðja leikhluta og komust yfir um tíma. Góður endasprettur hjá okkar mönnum tryggði hinsvegar sigurinn og eru því komnir áfram í úrslitin.
Stigahæstu menn Grindavíkur voru Watson með 19 stig, Bullock með 18 og Sigurður Gunnar 13 stig. Páll Axel og Sigurður voru efstir í fráköstum með 7 hvor en stoðsendingar dreifðust á milli manna, fjórir jafnir með tvær stoðsendingar.
Helgi notaði tækifærið og dreifði álaginu á leikmennina þar sem næsti leikur er gegn KR á fimmtudaginn.
Myndir frá Tomasz Kolodziejski fyrir karfan.is þar sem myndin hér að ofan er fengin frá.