Grindavíkurstúlkur sigruðu í gær Laugdæli í 1 deild kvenna. Leikurinn fór fram á Laugarvatni í gærkvöldi og var sigurinn í stærri kantinum, lokatölur 31-90.
Stelpurnar léku afar vel í gær og var sigurinn aldrei í hættu eins og lokatölurnar gefa til kynna. Grimm vörn og hraður sóknaleikur var það sem að skilaði sigrinum í gær.
Laugdælir reyndu ýmiss varnarafbrigði en stelpurnar leystu það afar vel.
Stigahæst var Ingibjörg Sigurðardóttir með heil 28 stig. Berglind Anna var næst með 18
og Jeanne Lois gerði 17.
Leikjaplanið er þétt þessa dagana. Stelpurnar spila í Smáranum á morgun kl 1800. Á
laugardagin. kemur Skallgrímur í heimsókn og hefst leikurinn kl 1600. KFÍ kemur svo og
spilar á sunnudaginn kl 1200.