Elín Bjarnadóttir hefur skrifað tveggja ára samning við Grindavík. Elín gekk til liðs við Grindavík fyrir síðasta tímabil frá Njarðvík. Þarna er á ferðinni ung og efnilega körfuboltakona sem hefur nú þegar stigið sín fyrstu skref með Grindavík.
Elín er fædd árið 2006 og leikur stöðu bakvaðar. Hún tók þátt í sex leikjum með Grindavík á síðustu leiktíð.
„Ég er mjög ánægður með að Elín verði áfram hjá okkur í Grindavík. Við höfum mikla trú á henni sem leikmanni og hún getur án efa stækkað hlutverk sitt í liðinu á komandi tímabili,” segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Áfram Grindavík!