Einhamar styrkir körfuknattleiksdeild Grindavíkur næstu árin

KörfuboltiKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og  Einhamar Seafood hafa endurnýjað styrktarsamning fyrirtækisins við körfuknattleiksdeildina. Nýr samningur gildir til næstu tveggja keppnistímabila.

Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, og Helena Sandra Antonsdóttir, einn eigenda Einhamars, skrifuðu í gær undir nýjan samning. Einhamar hefur um árabil verið öflugur bakhjarl körfuboltans í Grindavík og það samstarf mun halda áfram næstu tvö árin.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Einhamars fyrir þeirra framlag til íþrótta í Grindavík og mikilvægan stuðning.

Hér að neðan má finna kynningarmyndband á starfsemi Einhamars Seafood.