Dregið í Powerade bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í dag var dregið í undanúrslit Powerade bikarsins þar sem Grindavík mætir Haukum á útivelli.

Í pottinum voru auk þessara liða KR og KFÍ og fara leikirnir fram 5. og 6. febrúar.

Haukar eru í 5. sæti með 12 stig.  Liðin mættust í Hafnarfirði í október þar sem Grindavík fór með sigur af hólmi 100-84.  Andre Smith og Páll Axel voru okkar bestu menn í þeim leik en útlendingarnir í Haukaliðinu skoruðu 60 stig af 84.

Liðin eiga eftir að mætast í Grindavík í deildinni og fer sá leikur fram 27.janúar

Grindavík ætlar sér auðvitað í úrslitaleikinn og ef þeir komast í hann þá er um að gera að taka 19.febrúar frá.