Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni yngri flokka í körfuknattleik.
Grindavík á lið í nær öllum flokkum, fleiri en nokkurt annað lið.
Unglingaflokkur kvenna spilar við Snæfell en karlaflokkur í sama aldurshóp drógst á móti Njarðvík.
Stúlknaflokkur mætir Haukum en dregið verður í drengjaflokk í janúar.
10.flokkur kvenna fær Njarðvík eða Tindastól í heimsókn og karlaflokkurinn fær Stjörnuna.
9.flokkur kvenna fer til Flúða og mæta þar Hrunamönnum en Grindavík fær Njarðvík
Leikirnir fara fram á tímabilinu 5 – 15 janúar.