Í þessum töluðu orðum, sunnudagseftirmiðdaginn 4. janúar, eru liðsmenn meistaraflokks kvenna ásamt kvennaráði að ganga í hús og safna tómum dósum og flöskum. Dósasöfnunin er ein af mikilvægari fjáröflunum ársins og því vonum við að sem flestir taki vel á móti okkur.
Þeir sem eru á leið að heiman geta annað hvort skilið pokana eftir fyrir utan hús sín og verða þeir sóttir þar en einnig verður tekið á móti flöskum og dósum í húsnæði endurvinnslunnar að Tangagötu 1 til klukkan 19:00 í kvöld.
Bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott og óskir um gæfuríkt komandi ár.
Kvennaráð