Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Bus4U hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára eða út tímabilið 2024/2025. Bus4U mun á samningstímanum sjá um að aka liðum Grindavíkur í körfubolta í útileiki.
Bus4U hefur stutt við deildina með sambærilegum hætti undanfarin tímabil og eru það frábær tíðindi að þetta samstarf haldi áfram.
„Bus4U hefur sýnt því mikinn áhuga á að styðja við starfsemi Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og fyrir okkur í Grindavík er þetta frábær stuðningur. Með þessum stuðningi náum við að draga verulega úr ferðakostnaði deildarinnar vegna útileikja meistaraflokka félagsins,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.
Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og Sævar Baldursson, eigandi Bus4U, skrifuðu undir samstarfssamning núna í vikunni. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til forsvarsmanna Bus4U fyrir frábært samstarf á síðustu árum og er það fagnaðarefni að samstarfið haldi áfram til næstu ára.