Það er mikilvægur leikur hjá stelpunum í kvöld. Mæta þær Valsstúlkum hér í Grindavík í lokaleik 8 liða úrslitum Powerade bikarsins.
Keflavík, Snæfell og Hamar eru öll komin í undanúrslit og því sker leikurinn í kvöld hvaða fjögur lið verða í pottinum.
Valur komst í leikinn með því að leggja Njarðvík með einu stigi en Grindavík var dæmt sigur gegn Víking Ólafsvík.
Liðin mættust síðasta 1.des þar sem Valur sigraði á heimavelli í deildinni 81-79 og eru því bæjarbúar hvattir til að mæta og styðja við bakið á stelpunum þannig að þær fari langt í bikarnum.