Aftur á toppinn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er aftur komið á topp Dominsdeildarinnar eftir sigur á KR í kvöld.

Staðan eftir átta umferðir er þannig að Grindavík, Snæfell, Stjarnan og Þór eru öll með 12 stig, 6 sigrar og 2 töp.

Leikurinn í kvöld fór 87-80 fyrir Grindavík. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-22 og leikurinn í járnum. Í öðrum leikhluta hélt spennan áfram en okkar menn náðu yfirhöndinni og leiddu með 6 stigum í hálfleik, 47-41.

Grindavík hélt forskotinu þar til yfir lauk og sigraði með 7 stigum, 87-80.

Aaron Broussard var stigahæstur sem fyrr með 27 stig og 6 fráköst, Samuel Zeglinski var einu framlagsstigi frá Aaron þar sem hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og átti 5 stoðsendingar.

Sigurður Gunnar, Ómar og Þorleifur voru allir með um 10 stig í leiknum og aðrir minna.

Næsti leikur hjá Grindavík er gegn KFÍ 7 desember.