8 flokkur kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar í 8 flokk kvenna spiluðu um helgina á sinni þriðju törneringu.

 

Að þessu sinni var haldið á Flúðir og gist yfir helgina, var þetta skemmtileg helgi sem þjappaði liðinu saman.

Stelpurnar byrjuðu törneringuna afskaplega ílla fyrsta eina og hálfaleikinn, töpuðu stórt á móti Njarðvík eitthvað sem á ekki að gerast, þetta eru tvö svipuð lið að styrkleikum, leikur númer tvö var á móti KR en staðan í hálfleik var 16-4 fyrir KR.

Liðið og undirritaður fóru yfir málin í hálfleik og ákveðið var að taka sig á og gerðu stelpurnar það heldur betur en þær unnu KR-stelpur í hörkuleik 39-34, ekki amalegt að vinna seinni hálfleikinn 35-18.

Í dag sunnudag spiluðu þær svo eins og englar unnu Hrunamenn með c.a 15 stigum en töpuðu seinasta leiknum 48-22 en það var á móti Keflavík sem er með firnasterkt lið, þetta eru ein af bestu úrslitum sem lið hefur náð á móti þeim, vörnin var til fyrimyndar í þessum leik og til gaman má geta að stelpurnar unnu síðasta leikhlutann 14-4 glæsilegt hjá þeim.

Horft var á landsleikinn á laugardagskvöldinu og eldað ofan í okkur pítsur í gólfskálanum á flúðum, hrunamenn eru höfðingjar heim að sækja.

með þjálfarakveðju Bensó