Grindavík er komið í 4 liða úrslit eftir sigur á Skallagrím í gær.
Var þetta annar leikur liðanna í 8 liða úrslitum og var sigurinn aldrei í hættu í gær. Eftir jafnar þrjár mínútur tók Aaron Broussard af skarið og hitti vel úr sínum skotum. Jafnt og þétt jókst munurinn á milli liðanna og endaði leikurinn 102-78.
Aaron var með 23 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 boltum náð sem gera 43 framlagsstig. Samuel og Jóhann Árni komu honum næstir og ánægjulegt að sjá að allir leikmenn Grindavíkur fengu þónokkrar mínútur og því ekkert óþarfa álag á einum leikmanni fyrir vonandi langa úrslitakeppni.
Í 4 liða úrslitum mætir Grindavík KR sem lagði Þór Þorlákshöfn einnig í tveim leikjum.