3 daga til stefnu

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Nú eru aðeins 3 dagar til stefnu þangað til bikarúrslitaleikur Grindavíkur og ÍR fer fram.  KKÍ hefur tekið saman yfirlit yfir liðin sem eru að keppa þennan dag og sögu þeirra í bikarúrslitum.

Um Grindavík er ritað:

Bikarúrslitaleikurinn 2014 verður fjórði bikarúrslitaleikur Grindavíkur á síðustu fimm árum. En í síðustu þremur viðureignum hefur Grindavík tapað en í heildina hefur félagið farið sjö sinnum áður í Höllina og er þetta því áttundi bikarúrslitaleikur félagsins.

Fyrsta ferð Grindavíkur í Höllina var árið 1995 þegar þeir lögðu Njarðvík 105-93.

Síðasta ferð Grindavíkur í Höllina var árið 2013 þegar liðið beið lægri hlut gegn Stjörnunni 79-91.

Bikarúrslitaleikir:
1995: Grindavík 105-93 Njarðvík
1998: Grindavík 95-71 KFÍ
2000: Grindavík 59-55 KR
2006: Grindavík 93-78 Keflavík
2010: Snæfell 92-81Grindavík
2011: KR 94-72 Grindavík
2013: Grindavík 79-91 Stjarnan
2014: Grindavík – ÍR

Sjá frétt á kki.is