Leikreglur í 7. flokki

– Aldur: 12 ára eða 7. bekkur grunnskóla.
– Leiktími: 4 x 6 mínútur.
– Hálfleikur: 3 mínutur, 1 mínúta á milli leikhluta.
– Framlenging: 3 mínútur.
– Leikhlé: 1 í hálfleik.

Ekki er heimilt að leika svæðisvörn í 7. flokki, hvorki á varnar- né sóknarvelli. Verði lið uppvíst að því að spila ólöglega vörn skal stöðva leikinn og aðvara þjálfara brotlega liðsins. Við endurtekin brot skal dæma tæknivillu (C) á þjálfara brotlega liðsins. 24 sek. skotklukka skal gangsett er sóknarlið kemur bolta kemur yfir miðlínu. Leika skal með boltastærð nr. 6 á stórar körfur.

Það lið er Íslandsmeistari sem flest stig hlýtur í A-riðli í síðustu umferð.