Leikreglur í 10. flokki

– Aldur: 15 ára eða 10. bekkur grunnskólans.
– Leiktími: 4 x 10 mínútur.
– Hálfleikur: 5 mínutur, 1 mínúta milli leikhluta.

7 leikjahæstu leikmönnum A liðs er óheimilt að leika með B liði.
14 leikjahæstu leikmönnum A og B liða samanlagt, er óheimilt að leika með C liði o.s.frv.

Deildarkeppni
Í 10. flokki skal leikið í deildarkeppni heima og að heiman. Leika skal í einum riðli (deild) þegar félög eru 11 eða færri en í tveimur riðlum ef félög eru 12 eða fleiri.
Mótanefnd KKÍ skal útfæra keppnisfyrirkomulag verði félög sem taka þátt 19 eða fleiri. Ef leikið er í tveimur eða fleiri deildum skulu félög skiptast í deildir sem hér segir: Árangur í 9. flokki árið á undan
skal gilda til að raða.
Hvert lið skal leika 20 leiki í deildarkeppni yfir tímabilið óháð fjölda þátttökuliða