Varnarfráköst

Vörn er ein lykilhæfni í körfuknattleik og eins og með aðra lykilhæfni þá er tiltekinn tími bundinn í æfingatöflu hvers flokks um sig til æfinga á þeirri hæfni í viku hverri. Við leggjum ríka áherslu á að kenna leikmönnum rétta varnartækni og þróa þannig með leikmönnum öflugan varnarskilning sem leikmaður getur byggt ofan á ferilinn á enda.

Varnarfráköst er einn mikilvægasti þátturinn í allri liðsvörn. Því fleiri tækifæri sem andstæðingurinn fær í hverri sókn til að skora því meiri líkur eru á því að sókn þeirra endi með körfu. Ef andstæðingurinn er með 40% skotnýtingu í leik og tekur 20 sóknarfráköst sem enda með annarri skottilraun þá skorar hann 16 – 24 stigum meira en hann hefði ella gert.  Lið þar sem allir leikmenn stíga sinn mann út og sækja varnarfráköst af krafti er strax langt komið í vegferð sinni að verða gott varnarlið. Hér skiptir ekki máli stærð hundsins í bardaganum heldur stærð bardagans í hundinum. Þá er einnig mikilvægt að tryggja boltann eftir varnarfrákast og koma honum með öruggum og skjótum hætti í sóknarflæði.

Einstökum hæfniviðmiðum í þessum hæfniflokki er raðað niður á hæfniþrep og skulu þjálfarar tryggja eftir mætti að leikmenn kunni skil á og hafi tileinkað sér þau við lok viðeigandi aldurs. 

Þrepaskipt hæfni 

Varnarfráköst