Hjálparvörn

Vörn er ein lykilhæfni í körfuknattleik og eins og með aðra lykilhæfni þá er tiltekinn tími bundinn í æfingatöflu hvers flokks um sig til æfinga á þeirri hæfni í hverri viku. Við leggjum ríka áherslu á að kenna leikmönnum rétta varnartækni og þróa þannig með leikmönnum öflugan varnarskilning sem leikmaður getur byggt ofan á ferilinn á enda.

Hjálparvörn er mikilvægur þáttur í varnarleik hvers liðs. Allir leikmenn bera sameiginlega ábyrgð á því að koma í veg fyrir það að andstæðingurinn komi boltanum í körfuna. Hjálparvörn er virk allan tímann á meðan liðið er í vörn og öllum stundum eru þeir leikmenn sem ekki eru að dekka manninn með boltann (boltapressa) í skilgreindu hlutverki í hjálparvörn. Eini leikmaðurinn í liði andstæðingsins sem getur skorað er maðurinn með boltann hverju sinni.

Einstökum hæfniviðmiðum í þessum hæfniflokki er raðað niður á hæfniþrep og skulu þjálfarar tryggja eftir mætti að leikmenn kunni skil á og hafi tileinkað sér þau við lok viðeigandi aldurs. 

Þrepaskipt hæfni

Hjálparvörn