Finishing á 3. hæfnisþrepi

Við lok 10. bekkjar skal leikamaður hafa góð tök á eftirgreindum aðferðum og leiðum til að klára upp að körfu (finishing):

Inner Hand Switch  Floater  Sneak (Smuga)   Reverse Euro Step  VEER Step 

Inner Hand Switch

Sami aðdragandi og að Inner Hand. Þegar leikmaður er í loftinu færir hann boltinn yfir í ytri höndina. Til þess að geta framkvæmt þetta Finishing þarf leikmaður að búa yfir ákveðnum stökkkrafti. Sniðskotið er klárað með Finger Roll aðferð. Hand Switch getur verið framkvæmt bæði hátt og lágt, þ.e. við maga og yfir höfði.

Inner Hand Switch  Efst á síðu

Floater

Leikmaður rekur boltann ákveðið í innri fót (Dribble Step) og grípur boltann í beinu framhaldi . Tekur Power Stop og lendir með aftari fót örskömmu á undan þeim fremri. Axlir leikmanns mynda 90 horn gagnvart Short Corner og skapa þau hughrif hjá varnarmanni að leikmaður sé hættur við árás og ætli að gefa boltann í Short Corner eða Corner. Því er mikilvægt að afvegaleiða varnarmann (misdirection) með því að horfa í þá hátt. Beygir sig vel til að hlaða í sprengikraft. Stekkur jafnfætis upp (beint upp eða því sem næst) og klárar með Follow Through aðferð (hátt skot). Með því að lenda jafnfætis öðlast leikmaður möguleika á því að beita gabbhreyfingu (skot) eða neyta annarra úrræða.

Floater  Efst á síðu

Sneak (Smuga)

Sami aðdragandi og að Floater. Eftir að leikmaður lendi í Power Jump (tekur aukið skref með innri fæti) sprengir hann í beina línu í átt að körfu (miðað við fætur), teygir innri höndina vel í átt að körfu og klárar jafnfætis með innri hönd með Finger Roll aðferð.

Sneak (Smuga)  Efst á síðu

Reversed Euro Step

Einkenni Reversed Euro Step er einföld stefnubreyting (inn á innri fæti) á skrefi 0 um leið og boltinn er gripinn (færður yfir innri) eða framkvæma Push Cross og grípa boltann við hné innri fótar (eftir atvikum tekið Side Jab á milli). Í skrefi 1 er tekin skörp stefnubreyting út (ytri fótur – langt skref eða langt stökk – Hið eiginlega Euro Step). Leikmaður á skref 2 til góða til að sækja að körfu.

Mjög mikilvægt er að sveifla boltanum yfir höfuð í skrefi 1 til að koma í veg fyrir að varnarmaðurinn nái að slæma hönd í boltann.

Reverse Euro Step  Efst á síðu  

VEER Step

Leikmaður tekur upp boltann eftir Dribble Step (núllskref), í skrefi 1 (ytri fótur) er losuð pressa með því að stíga áfram og til hliðar frá körfu. Hér er boltinn í höndum leikmannsins og þarf hann að skýla honum vel með því að setja hann til hliðar í axlahæð. Í skrefi 2 (innri fótur) stígur leikmaður ákveðið skref að körfunni og sækir meðvitað contact á varnarmanninn og öðlast með því ákveðna stjórn á aðstæðum.

Ef varnarmaður gefur eftir þá er leiðin greið upp að körfu en ef það er stál í stál þá hefur leikmaður góða stjórn á líkamanum, kastast eitthvað frá körfu en er í góðu jafnvægi til að klára með sniðskoti.

Ef leikmaður kastast of langt frá körfu þá getur hann tekið augnabliksákvörðun í loftinu um að skjóta boltinum með sinni skothönd hvort sem hann er vinstra eða hægra megin við körfuna.

VEER Step  Efst á síðu