Finishing á 1. hæfnisþrepi

Við lok 4. bekkjar skal leikamaður hafa góð tök á eftirgreindum aðferðum og leiðum til að klára upp að körfu (finishing):

Lay Up   Same Foot/Hand Reverse Lay Up

 

Lay Up (Sniðskot)

Leikmaður rekur boltann ákveðið í innri fót (Dribble Step) og grípur boltann í beinu framhaldi. Í kjölfairð eru tekin 2 skref. Skref 1 er tekið með ytri fæti, skref 2 er tekið með innri fæti og svo er stokkið upp  á þeim fæti. Sniðskotið er klárað með Follow Through aðferð. Mikilvægt er að lyfta hnénu vel upp um leið og stokkið er.

Lay Up  Efst á síðu

Same Foot/Hand (One Step Finish)

Leikmaður rekur boltinn ákveðið í innri fót (Dribble Step) en grípur boltann ekki (boltinn er aldrei “gripinn”). Skref 1 er tekið með ytri fæti og svo er stokkið upp á þeim fæti. Sniðskotið er klárað með Finger Roll aðferð. Mikilvægt er að lyfta hnénu vel upp um leið og stokkið er. 

Með þessu Finishing er lagður grunnur að því geta klárað hefðbundið Lay Up með Finger Roll á miklum hraða sem er finishing á 2. hæfnisþrepi.

Same Hand/Foot  Efst á síðu

Reverse Lay Up

Sami aðdragandi og hefðbundið Lay Up. Síðasta skefið (innri fótur) er stigið beint undir hringnum eða litlu framar (fyrr). Sniðskotið er óhjákvæmilega klárað með Finger Roll aðferð. Mikilvægt er að lyfta hnénu vel upp um leið og stokkið er.

Með þessu Finishing er lagður grunnur að því að geta klárað hefðbundið Lay Up með Finger Roll á miklum hraða sem er finishing á 2. hæfnisþrepi.

Reverse  Efst á síðu