1-0 í úrslitum 1.deildar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík og KFÍ berjast þessa dagana um sæti í Iceland Express deild kvenna að ári.

Fyrsti leikurinn í viðureigninni fór fram um helgina í Grindavík.  Okkar stelpur sigruðu leikinn 54-51 og leiða því seríuna 1-0.  Annar leikur liðanna fer fram í dag klukkan 19:15 á Ísafirði og með sigri geta stelpurnar tryggt sér sætið því það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram.

Stigahæst í liði Grindavíkur á laugardaginn var Ingibjörg Sigurðardóttir með 19 stig og 4 stoðsendingar. Jeanne Lois Figeroa Sicat var með 13 stig og Berglind Anna Magnúsdóttir tók flest fráköst, 11 stykki.