1-0 í einvíginu gegn Þór

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík sigraði fyrsta leikinn í einvígi Grindvíkur og Þórs í 8 liða úrslitum Dominosdeild karla nokkuð örugglega 92-82.

Staðan í einvíginu er því 1-0 fyrir Grindavík og næsti leikur í Þorlákshöfn á sunnudaginn.

Leikurinn byrjaði með því að Sigurður sigraði Ragnar í uppkastinu og barst boltinn til Óla sem tróð glæsilega, sannkölluð draumabyrjun á úrslitakeppninni og væntanlega mjög sjónvarpsvænt þar sem Stöð 2 sport var með beian útsendingu.

Gestirnir náðu nú samt yfirhöndinni á upphafsmínútunum enda var vörn okkar manna ekki alveg í lagi.  Í stöðunni 15-20 fyrir Þór tók Sverrir leikhlé og leiðrétti nokkur atriði.  Eftir það jafnaði Grindavík 20-20 og var staðan jöfn fram að síðasta leikhluta.  Eftir 3 leikhluta var Mike Cook Jr kominn með 25 stig og hættulegasti leikmaður Þórs.  Í byrjun fjórða leikhluta tók Lalli fastar á honum og virtist það pirra Mike sem skoraði ekki stig í 4 leikhluta en tók þó 5 skot.

Grindavík sigli því fram úr Þór á lokamínútunum og tryggðu sér 10 stiga sigur.  Sverrir keyrði á 7 leikmönnum sem skiluðu allir sínu og vel það.  Eflaust hefur það nagað Sverrir Þór eftir leikinn að hafa ekki notað yngri leikmennina meira en á meðan fyrstu 7 eru að spila svona vel þá er erfitt að halda þeim lengi á bekknum.  Grindavík á því marga inni enda veit maður aldrei hver það er sem stígur upp í úrslitakeppninni, í fyrra var það David sem átti frábæra seríu.

Í gær voru það bræðurnir sem stálu senunni.  Ólafur var með 16 stig, 8 fráköst og Þorleifur 21 stig, 8 fráköst og 3 boltum stolið og það á rúmlega 17 mínútum.

Næsti leikur er á sunnudaginn klukkan 19:15 í Þorlákshöfn.