Völsungur 2 – Grindavík 9

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1.deild karla með sigri á Völsungi í gær.  Stelpurnar skoruðu níu mörk gegn tveimur frá heimastúlkum.  Grindavík er komið á topp B riðils en það ræðst í dag hvort KR endurheimti toppsætið þar sem þær eiga heimaleik gegn Fjölni í dag.

Það gæti skipt sköpum hvort Grindavík lendi í 1. eða 2. sæti í B riðli því í hinum riðlinum er Fylkir í sérflokki án taps í sumar.  Liðið í öðru sæti B riðils mætir Fylki.

Laugardaginn 31.ágúst fer fram fyrri leikurinn í úrslitakeppninni, seinni 3.september.