Víkingarnir koma

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti Víkingum í kvöld klukkan 18:00 í sextándu umferð Pepsi deild karla.

Fyrri leikur liðana var engin frábær skemmtun en það ætti annað að vera upp á teningnum í kvöld þar sem bæði lið eru þyrst í öll þrjú stigin.  Grindavík getur fikrað sig upp um nokkur sæti og fjarlægst botnbaráttuna með sigri.  Komist þar með upp fyrir bæði Keflavík og “spútnik-liðið” Þór.  Flestir leikmenn eru heilir fyrir utan Paul sem spilar ekki í kvöld vegna kviðslits.

Einnig má búast við Víkingum alveg snarvitlausum inn í leikinn í kvöld. Tímabilið er nánast búið hjá þeim ef þeir ná ekki í þrjú stig í kvöld og munu þeir bjóða upp á rútuferðir frá Fossvoginum í kvöld.

Verður það sjöunda sætið eða botnbarátta eftir leikinn í kvöld?  Eina leiðin til að komast að því er að mæta og styðja við strákana og auka möguleikana á áframhaldandi veru í efstu deild.