Valur – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Strákarnir mæta á Hlíðarenda í kvöld þar sem þeir mæta Valsmönnum í 13. umferð Pepsi deild karla

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.  Okkar menn þurfa nauðsynlega sigur að halda til að missa liðin fyrir ofan sig ekki of langt frá sér.  Grindavík er í dag í þriðja neðsta sæti(tínunda) með 11 stig.  Þór og Breiðablik eru fyrir ofan með 14 og 15 en aðeins 4 stig eru í fallsæti.

Grindavík þarf að ná hagstæðum úrslitum en Valur ætlar sér einnig öll 3 stigin til að halda í við KR í toppbaráttunni.  

Liðsmenn- og konur Stinningskalda ætla að mæta á kaffihúsið Bryggjan upp úr 17:00 í dag og leggja af stað saman upp úr 18:00

Mætum öll og styðjum okkar menn til sigurs.