Frábær þátttaka var í Happadrætti Knattspyrnudeildar Grindavíkur sem fram fór á lokahófinu deildarinnar í gærkvöldi. Fjölmargir keyptu miða, freistuðu gæfunnar og styrktu um leið félagið okkar. Þökkum kærlega þennan frábæra stuðning og einnig þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem gáfu vinninga í Happadrættið.
Vinningshafar geta nálgast vinninga úr happadrættinu til 1. nóvember á skrifstofu UMFG í Gjánni.
Hér að neðan má sjá alla vinninga í Happadrættinu og eru vinningsnúmer inni í sviga. Fjögur fyrstu verðlaunin voru dregin út á lokahófinu í gær og vinningar afhentir á lokahófinu.
1. Mynd eftir Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur listakonu frá Grindavík. (Afhent á lokahófinu)
2. Premium aðgangur að Bláa lóninu fyrir tvo ásamt fjögurra rétta matseðli á veitingastaðnum Lava frá Bláa lóninu. (Afhent á lokahófinu)
3. 10.000 króna gjafabréf frá Palóma og gjafakarfa frá Blómakoti. (Afhent á lokahófinu)
4. Sjóðheit gjafaaskja frá Blush, Dalvegi í kópavogi. (Afhent á lokahófinu)
5. Tveggja mánaða kort í Gymið Grindavík og 5.000 króna gjafabréf Hjá Höllu. (182)
6. Nuddtími hjá Ernu Rún Magnúsdóttur í Portinu í Grindavík ásamt ársskorti í sundlaug Grindavíkur. (199)
7. 10.000 króna gjafabréf frá Vigt ásamt sex kössum af Lava cheese gotti. (317)
8. Óvissuferð á veitingastaðnum Lava fyrir tvo frá Bláa lóninu. (471)
9. Nuddbyssa frá Heimilistækjum og 5 kíló af þorskbitum frá ÓS fiskverkun. (574)
10. Veglegur gjafapoki frá Bláa lóninu ásamt vatnslitamynd frá Rut Ragnarsdóttur. (91)
11. Grindavíkur búningur áritaður af leikmönnum karlaliðs Grindavíkur ásamt Grindavíkur húfa. (473)
12. Árskort í sundlaug Grindavíkur og Grindavíkur handklæði. (649)
13. Eldgosa búningur sem slegið hefur rækilega í gegn í sumar ásamt dós af Collageni frá Codlandi (661)
14. Fimm kg af þorskbitum frá Einhamri, og mánaðar áskrift hjá Gymið Grindavík og dós af Collageni frá Codlandi. (539)
15. Æft frítt út árið 2021 hjá Gymið Grindavík ásamt 10 kílóum af af ýsubitum frá Vísi og collagen frá Codlandi. (161)
16. Premium aðgangur fyrir tvo í Bláa lónið ásamt 5.000 króna gjafabréfi frá Hjá Höllu. (393)
17. Málverk frá Listakonunni Þórdísi Daníelsdóttur. (9)
18. 10.000 króna gjafabréf frá Palóma ásamt veglegum gjafapoka frá Bláa lóninu. (727)
19. Gjafakarfa frá hárhorninu ásamt 5.000 króna gjafabréfi frá Hjá Höllu. (82)
20. Premium aðgangur í Bláa lónið ásamt 5 kílóa ýsuöskju frá Einhamri. (80)
21. Tíu kíló af þorskbitum frá Vísi og 5.000 króna gjafabréf frá Hjá Höllu. (51)