Uppskeruhátíð 3. og 4. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Lokahóf 3. og 4. flokks stúlkna og drengja var haldið með pompi og pragt í gær.

 

Veittar voru viðurkenningar, spilað bingó og þá var glæsilegt veisluhlaðborð sem foreldrar krakkanna höfðu lagt til. Knattspyrnusumarið 2011 gekk ljómandi vel og voru leikmennirnir félaginu og Grindavík til sóma.

Formaður unglingaráðs fór í stórum dráttum yfir starfsemi sumarsins og formaður knattspyrnudeildar fór yfir starfsemi deildarinnar. Ægir Viktorsson, yfirþjálfari yngri flokkanna, sá svo um verðlaunaafhendingar.

4. flokkur stúlkna:
Mestu framfarir: Edda Sól Jakobsdóttir.
Besti leikmaður: Ingibjörg Sigurðardóttir.

3. flokkur stúlkna:
Mestu framfarir: Jóhanna Rún Styrmisdóttir
Besti leikmaður: Hulda Sif Steingrímsdóttir.

4. flokkur drengja:
Besta ástundun og mestu framfarir: Khitten Yamakupt.
Besti leikmaður: Marinó Axel Helgason.

3. flokkur drengja:
Mestu framfarir: Magnús Már Ellertsson.
Besta ástundun: Anton Ingi Rúnarsson.
Besti leikmaður: Daníel Leó Grétarsson.

3. flokkur stúlkna: Ægir, Hulda Sif og Jóhanna Rún.

4. flokkur stúlkna: Ægir, Ingibjörg og Edda Sól.

4. flokkur drengja: Ægir, Guðmundur aðstoðarmaður, Khitten, Marínó og Einar Jón aðstoðarþjálfari.

3. flokkur drengja: Ægir, Guðmundur aðstoðarmaður, Magnús Már, Anton Ingi og Adam sem tók við verðlaununum fyrir hönd Daníels Leó bróður síns, og svo Einar Jón aðstoðarþjálfari.