Meginhlutverk unglingaráðs er að hafa umsjón með starfsemi og rekstri yngri flokka deildarinnar, þ.e. 3.-7. flokks, stuðla að markvissri uppbyggingu íþróttarinnar og tryggja jafnræði á milli drengja og stúlkna. Unglingaráð er tengiliður á milli stjórnar deildarinnar, foreldraráða, KSÍ og iðkenda.
Unglingaráð skal á faglegan hátt stuðla að markvissri uppbyggingu knattspyrnu barna og unglinga á vegum knattspyrnudeildar Grindavíkur, tryggja jafnræði á starfi kvenna- og karlaflokka hjá deildinni, skipuleggja starfið og skilgreina markmið þess og þannig móta heildarstefnu sem hægt er að vinna skipulega eftir.
Unglingaráð skal hafa að leiðarljósi uppeldisáætlun knattspyrnudeildar og stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.
Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á formann unglingaráðs á netfangið gretarschmidt@simnet.is