Una Rós Unnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Una Rós er 20 ára gömul og var fyrirliði Grindavíkur á síðustu leiktíð í Lengjudeild kvenna.
Una Rós er uppalin hjá Grindavík og var öflug á miðjunni á síðasta tímabili. Hún hefur leikið 72 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.
„Það er mikið ánægjuefni að Una Rós sé búin að skrifa undir nýjan samning við félagið. Hún er mjög mikilvægur leikmaður hjá okkur í Grindavík og mikill karakter,“ segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík.
„Við finnum mikinn meðbyr með kvennafótboltanum í Grindavík og það er mikið fagnaðarefni að fyrirliðinn okkar verði áfram hjá félaginu næstu tvö keppnistímabil.“
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að ein af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.
Áfram Grindavík!