Tveir leikmenn yfirgefa Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Bæði knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild hafa misst leikmenn á síðustu dögum. David Ingi Bustion og Hafþór Ægir Vilhjálmsson hafa ákveðið að kveðja Grindavík í bili.

David Ingi Bustion, sem kom til Grindavíkur fyrir síðasta tímabil átti gott tímabil og frábæra úrslitakeppni þar sem hann steig upp sem einn besti varnarmaður deildarinnar, hefur ákveðið að spila með Fjölni í 1.deildinni næsta tímabil.  David fékk inni í Listaháskóla Íslands og ætlar að einbeita sér að náminu.

Hafþór Ægir Vilhjálmsson hefur verið boðaður heim á skagann til að hjálpa sínu uppeldisfélagi að rífa sig upp af botni Pepsi deild karla.  Hafþór hefur spilað 36 leiki með Grindavík.

UMFG óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.