Tvær ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu undir sína fyrstu samninga við félagið núna í desember. Þetta eru þær Kolbrún Richardsdóttir og Bríet Rose Raysdóttir. Þær eru báðar fæddar árið 2005 en hafa báðar tekið þátt í nokkrum leikjum fyrir félagið.
Bríet er fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið stöðu bakvarðar á undirbúningstímabilinu. Kolbrún leikur sömuleiðis í stöðu bakvarðar ásamt því að geta leyst fleiri stöður á vellinum.
„Ég er mjög ánæður með að Bríet og Kolbrún hafi skrifað undir samninga við félagið. Þarna eru á ferðinni framtíðarleikmenn hjá Grindavík sem gætu verið stærri hlutverk í liðinu á komandi tímabili,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að tvær af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.