Töpuð stig gegn Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Haukar skildu jöfn í gær í toppbaráttu 1.deild karla.  1-1 voru lokatölur og bæði stig skoruð í uppbótartíma.

Vegna sumarleyfa er umfjöllun um leikinn í boði fótbolti.net.  Björn Steinar skrifaið eftirfarandi um leikinn:

“Fyrir leik Grindavíkur og Hauka var búist við toppbaráttuslag í kvöld sem endaði á spennandi og dramatískar lokamínútur.

Grindavík tefldu nýjum leikmanni í byrjunarliðinu, Igor Stanojevic sem leit bara nokkuð vel út. Heimamenn voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik og pressuðu Hauka hátt uppá völlinn sem skilaði því að Grindavík fengu allmörg færi til að skora en Haukar voru þéttir og lokuðu vel á heimamenn. Haukar voru lengi að ná takti gegn pressunni en voru heldur ekkert að fara á taugum. 

Markó Valdimar Stefánsson var næstur því að koma marki í leikinn í fyrri hálfleik eftir að hafa verið aleinn í teig gestanna en skallaði boltann hátt yfir markið. Sannkallað dauðafæri.

Það var meira líf í þeim seinni og voru það Heimamenn sem voru yfirleitt að sækja stíft á Hauka. Stefán Þór Pálsson var kominn einn í gegn en Hafþór Þrastarson náði að renna sér fyrir boltan sem og Sigmar Ingi Sigurðarson varði boltann aftur fyrir endalínu.

Bædi lið náðu ekki að skapa sér almennilega fyrr en að leiktíminn var nánast búinn. Scott Ramsay átti stórhættulega aukaspyrnu rétt fyrir utan teig gestanna. Scotty tók spyrnuna og var hann fastur yfir varnarvegg Hauka en Kristján Ómar Björnsson stóð á marklínunni og náði að skalla boltann aftur fyrir. Juraj Grizelj tekur hornið og náðu Haukar að hreinsa boltanum út á vinstri kantinn og þar var Juraj mættur til að taka á móti knettinum, Juraj skrúfar boltanum inní teig og enginn var tilbúinn að taka boltann. Boltinn náði að skoppa einu sinni í grasinu og svo í fjærstöngina og inn. Heimamenn búnir að skora og leit út fyrir að þeir myndu tryggja sér stigin þrjú.

Feita konan var ekki búinn að syngja og sömuleiðis Haukar ekki búnir að gefast upp. Andri Steinn Birgisson fékk boltann rétt utan við teig heimamanna. Andri tók boltann á brjóstkassann snéri sér við og hafði tíma til að láta boltann skoppa einu sinni í grasinu áður en hann hamraði boltanum í slánna og inn. Þvílikt mark hjá Andra og þvílikar lokamínútur. Magnús Björgvinsson var svo nálægt því að næla aftur í stigin þrjú sem voru kominn á tímabili en Sigmar Ingi Sigurðarson var vel á verði og lokaði markinu.

Jafntefli var það og er gríðarleg toppbarátta sem kominn er í deildina og ekkert hægt að segja til um hver endar efstur.”