Það er sannkallaður toppslagur í 1.deild karla í kvöld þegar Grindavík og Víkingur mætast á Víkingsvelli klukkan 19:15.
Liðin eru í fyrsta og öðru sæti og jafnframt fyrsti leikurinn í seinni umferðinni. Fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir Víking og hafa liðin safnað stigum í síðustu 11 umferðum, Grindavík með 23 en Víkingur 22.
Liðin mættust tvisvar þegar liðin spiluðu síðast saman í efstu deild. Fóru báðir leikirnir 0-0 í vægast sagt daufum leikjum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og má búast við hörkuleik í Víkinni í kvöld.
Grindvíkingar eru hvattir til að mæta og styðja við srákana. Tryggja þannig efsta sætið í deildinni og hefna tapsins í fyrstu umferð.