Toppsætið endurheimt

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Tvö mörk frá Jóhanni Helgasyni tryggðu Grindavík sigur á Tindastól í kvöld og sömuleiðis toppsætið.

Grindavík hafði fyrir leikinn ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og eru önnur lið búin að blanda sér í toppbaráttuna á sama tíma.

Á sama tíma spiluðu Fjölnir og Haukar þar sem Fjölnir sigraði 4-1 og KF-Víkingur sem endaði með 2-2 jafntefli.  Grindavík og Fjölnir eru því jöfn með 27 stig eftir 15 leiki en Grindavík í fyrsta sæti vegna betra markahlutfalls.  BÍ/Bolungarvík getur komist í 27 stiga klúbbinn með sigri á Selfoss á sunnudaginn.  

Næsti leikur hjá Grindavík er gegn Völsung föstudaginn 16.ágúst á Húsavík.