Tinna Hrönn Einarsdóttir hefur gert sinn nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með félaginu næstu tvö tímabil. Tinna er aðeins 16 ára gömul en hefur leikið alls 20 leiki með félaginu á tveimur tímabilum og skorað eitt mark.
Tinna er mjög efnilegur leikmaður en varð fyrir því óláni að meiðast illa í sumar hún tók því aðeins þátt í 8 leikjum í ár. Endurhæfing hefur gengið vel hjá Tinnu og standa vonir til að hún verði farin að æfa með liðinu áður en um langt líður.
Tinna er miðjumaður og er einn efnilegasti leikmaður félagsins. Það eru því frábærar fréttir að hún verði áfram með liðinu á næstu leiktíð í Lengjudeildinni.
Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Tinna Hrönn verði áfram hjá félaginu og hlökkum við til að sjá hana á vellinum á nýjan leik.