Tinna Hrönn Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Þetta eru frábær tíðindi fyrir kvennalið Grindavíkur en Tinna er lykilleikmaður í liðinu og skoraði 7 mörk í Lengjudeild kvenna á síðasta tímabili.
Tinna getur leyst margar stöður á vellinum en lék aðallega á vængnum hjá Grindavík sl. sumar. Hún er fædd árið 2004 en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið alls 56 leiki í deild og bikar og skorað 8 mörk.
„Það eru frábær tíðindi að Tinna Hrönn verði áfram hjá okkur í Grindavík. Hún er frábær liðsmaður og mikill karakter. Ég trúi því Tinna eigi að springa út hjá okkur á næstu árum en hún hefur komið frábærlega til baka eftir mjög erfið meiðsli,“ segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík.
„Ég er stoltur af því að skrifa undir nýjan samning við eina af okkar heimastúlkum og tryggja um leið framþróun kvennaknattspyrnunnar í Grindavík.“
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að ein af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.
Áfram Grindavík!