Tindastóll-Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fyrsta deildin heldur áfram í kvöld með þremur leikjum sem eru okkur mikilvægir.  Grindavík spilar við Tindastól á Sauðárkróki klukkan 19:15 en Haukar og Víkingar eiga leiki á sama tíma.

Staðan í deildinni er mjög spennandi, aðeins 5 stig skilja að liðið í áttunda sæti og toppliðsins.  Tindastóll er einmitt í áttunda sæti með 20 stig og geta aldeilis blandað sér í toppbaráttuna með sigri í kvöld.  Grindavík er með 24 stig og þurfa sigurinn í kvöld.

Á sama tíma, hinum meginn á Tröllaskaga, tekur KF á móti Víkingum og Fjölnir og Haukar mætast í Grafarvoginum.

Staðan í 1.deildinni

  Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Haukar 14 7 4 3 27  –  19 8 25
2 Víkingur R. 14 7 4 3 26  –  22 4 25
3 Grindavík 14 7 3 4 31  –  21 10 24
4 BÍ/Bolungarvík 14 8 0 6 30  –  28 2 24
5 Fjölnir 14 7 3 4 16  –  15 1 24
6 Leiknir R. 14 6 4 4 24  –  19 5 22
7 KA 14 6 4 4 20  –  20 0 22
8 Tindastóll 14 5 5 4 21  –  21 0 20
9 Selfoss 14 5 2 7 29  –  25 4 17
10 KF 14 3 5 6 15  –  17 -2 14
11 Þróttur R. 14 4 2 8 15  –  23 -8 14
12 Völsungur 14 0 2 12 10  –  34 -24 2