Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert samning við þrjá unga og uppalda leikmenn til næstu ára. Andri Daði Rúríksson, Guðmundur Fannar Jónsson og Luka Sapina skrifuðu undir samning við félagið í kvöld en allir koma þeir upp úr yngri flokkum félagsins.
Andri Daði Rúríksson er ungur og spennandi sóknarmaður. Hann er aðeins 16 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið sinn fyrsta leik með meistaraflokki. Andri Daði er aðeins á fyrsta ári í 2. flokk en hefur æft með meistaraflokki núna í haust eftir að hafa staðið sig vel með þriðja flokki á síðasta knattspyrnuári.
Guðmundur Fannar Jónsson er efnilegur knattmaður eða bakvörður. Hann er 18 ára gamall með góðan vinstri fót. Hann hefur æft með meistaraflokki í vetur og tekið miklum framförum. Guðmundur Fannar er sonur Jóns Fannars Guðmundssonar sem lék með meistaraflokki Grindavíkur í kringum aldamótin.
Luka Sapina er 19 ára og getur leikið sem miðjumaður og einnig kantmaður/bakvörður. Hann er búinn að vera viðloðandi meistaraflokk karla undanfarið ár eða svo og er að gera sinn annan samning við félagið. Luka er með frábært hugarfar og æfir vel. Luka hefur tekið góðum framförum á árinu og verður spennandi að fylgjast með honum á næstu árum í búningi Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að skrifa undir samning við unga og uppalda leikmenn. Er það hluti af stefnu félagsins að hlúa vel að ungum og efnilegum leikmönnum innan félagsins af báðum kynjum og veita þeim þau tækifæri til að verða enn betri knattspyrnumenn.
Áfram Grindavík!