Álfasala SÁÁ, Álfurinn fyrir unga fólkið, hefst með formlegum hætti í dag. Álfurinn er eitt umfangsmesta fjáröflunarverkefni landsins en salan hér í Grindavík er í höndum 3. flokks drengja í knattspyrnu. Drengirnir munu ganga í hús í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag og verða á ferðinni eftir kl. 18:00. Álfurinn kostar 2.000 kr en sölumennirnir verða vandlega merktir og með posa að sjálfsögðu.
