Tap gegn ÍA

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík tók á móti ÍA í síðasta æfingarleik vorsins í gær. Gestirnir sigruðu 3-1

Leikurinn fór fram á gamla aðalvellinum og var nokkur vor- og rokbragur á leiknum.  Bæði lið stilltu upp liðum sem líklega munu byrja Íslandsmótin.  

Í marki Grindavíkur var hinn 19 ára Jack Giddens í fjarveru Óskars sem meiddist á æfingu um helgina.  Ólafur Örn og Jamie McCunnie fyrir framan Jack og Bogi Rafn og Alexander bakverðir.  Á miðjunni voru Jóhann, Orri og Matthías og fyrir framan þá voru Magnús Björgvinsson, Yacine Si Salem og Scotty.

Skagamenn komust yfir með marki frá Gary Martin sem stakk Jamie af áður en hann lagði boltan fram hjá Jack.  Staðan var 1-0 í hálfleik en Gary Martin var aftur að verki snemma í seinni hálfleik þegar sóknarmaður ÍA komst inn í sendingu og sendi boltann á Gary sem skoraði örugglega.

Yacine Si Salem minnkaði muninn í 2-1 en Andri Alphonson tryggði gestunum sigur með glæsilegu marki.

Næsti leikur og jafnfram sá fyrsti í Pepsi deildinni er næstkomandi mánudag gegn Fylki.