Strákarnir á Skipaskaga

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Seinni umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu hefst í kvöld. Grindavík sækir ÍA heim á Akranes og hefst leikurinn kl. 19:15. Eftir 12 umferðir er Grindavík í næst neðsta sæti en liðinu var spáð efsta sæti í spá forráðamanna liða í deildinni fyrir mót. Fyrir utan Leikni sem virðist ætla að stinga af er deildin hins vegar ótrúlega jöfn. Grindavík er nú 8 stigum á eftir liðinu í 2. sæti en þar situr einmitt ÍA.

Staðan:

1. Leiknir R. 12 8 3 1 23:7 27
2. ÍA 12 7 0 5 26:14 21
3. Þróttur 12 6 3 3 19:14 21
4. HK 12 6 3 3 19:16 21
5. KA 12 6 2 4 28:18 20
6. Víkingur Ó. 12 6 1 5 21:22 19
7. Selfoss 12 4 3 5 10:10 15
8. KV 12 4 2 6 23:26 14
9. Haukar 12 4 2 6 15:20 14
10. BÍ/Bolungarv 12 4 2 6 20:29 14
11. Grindavík 12 3 4 5 17:16 13
12. Tindastóll 12 0 3 9 11:40 3