Rétt í þessu lauk leik Grindavíkur og KF á Ólafsfirði. Leiknum lauk með frábærum 7 marka sigur hjá okkar mönnum, 7-0. Baráttan um sæti í efstu deild er að stórum hluta tengt markatölu en Víkingar sem voru með einnig með 11 mörk í plús fyrir umferðina sigruðu Völsung 16-0!
Það stefnir því allt í mjög spennandi lokaumferð eftir viku.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Lið | Stig | Mörk í plús |
Fjölnir | 40 | 12 |
Víkingur | 39 | 27 |
Grindavík | 39 | 18 |
Haukar | 39 | 13 |
BÍ/Bolungarvík | 37 | 6 |
Igor Stanojevic gerði 4 mörk í leiknum, Magnús Björgvinsson 2 og Juraj Grizelj eitt.
Grindavík á enn góða möguleika á að komast í Pepsi deildina en þurfa að treysta á að önnur lið misstígi sig. En auðvitað þarf fyrst að vinna leikinn gegn KA sem er ekkert gefið. Sá leikur fer fram á Grindavíkurvelli næstkomandi laugardag klukkan 14:00. Á sama tíma fer fram leikur Þróttar og Víkings, Leiknir fær Fjölni í heimsókn og Völsungur Haukar.