Stelpurnar áttu aldeilis stórleik í gær þegar þær tóku á móti grönnum sínum í Keflavík
Var þetta leikur úr annarri umferð sem frestaður var á sínum tíma vegna veðurs. Stelpurnar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og komust yfir strax á 7. mínútu. Staðan var orðin 7-0 í hálfleik og því bara spurning hversu stór sigurinn yrði.
Í seinni hálfleik komu 5 yngri stelpur inn á og fengu dýrmæta leikreynslu.
Lokatölur voru 10-0 fyrir Grindavík. Margrét Albertsdóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru báðar með þrennu, Anna Þórunn Guðmundsdóttir með tvö og Ágústa Jóna Heiðdal og Þórkatla Albertsdóttir sitt markið hvor.
Grindavík er því komið í annað sæti í sínum riðli og á leik til góða á Völsung sem situr á toppnum. Næsti leikur er gegn Sindra á Hornafirði um helgina.