Stórleikur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Nú er komið að sannkölluðum 6 stiga leik hjá stelpunum okkar er þær mæta stelpunum úr Þrótti klukkan 19:15 í kvöld.

Grindavíkurstelpurnar eru á fleygiferð þessa dagana og hafa unnið 2 FRÁBÆRA sigra í síðustu leikjum á móti Aftureldingu og Breiðablik.
Svo nú er komið að því að hefna fyrir tapið á móti Þrótti í fyrri umferðinni 4-2.

HS Orka býður öllum frítt inn á leikinn. Svo það er um að gera að skella sér á völlinn og hvetja stelpurnar áfram.